Fara beint í efnið

Styrkumsókn til Bjargráðasjóðs

Um Bjargráðasjóð

Bjargráðasjóður er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem veitir einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara.

Náttúruhamfaratrygging Íslands annast umsýslu Bjargráðasjóðs. 

Bjargráðasjóður veitir styrki til að bæta tjón á:

  • á girðingum, túnum og heyi

Af völdum óvenjulegs:

  • kulda, þurrka, óþurrka eða kals

Ekki eru veittir styrkir vegna tjóna sem:

  • njóta almennrar tryggingaverndar eða hægt er að fá bætt með öðrum hætti.

  • valdið er af ásetningi eða gáleysi.

  • verða á stærri mannvirkjum, svo sem orku- og hafnarmannvirkjum, sjóvarnargörðum, fiskeldismannvirkjum og skipasmíðastöðvum.

Fram þarf að koma góð góð lýsing á skemmdum og tjóni.

  • Ef tjón verður á girðingum, þarf að koma fram tegund og samsetning girðingar (gaddavír / net / rafmagn / tréstaurar / stálstaurar), aldur, ástand fyrir atburð, lengd á skemmdu svæði og fjöldi brotinna staura.

  • Ef tjón eða uppskerubrestur verður á heyi vegna kulda, þurrka, óþurrka eða kals, þarf
    að leggja fram upplýsingar um heyforða úr haustbók síðustu þriggja ára á undan.

  • Ljósmyndir, loftmyndir með skýringum, eða önnur gögn sem sýna umfang tjóns.

Umsókn um styrk úr Bjargráðasjóði

Viðhengi

Ef tjón eða uppskerubrestur verður á heyi vegna kulda, þurrka, óþurrka eða kals, þarf að leggja fram forðagæsluskýrslur síðustu þriggja ára á undan. Ljósmyndir, loftmyndir með skýringum, eða önnur gögn sem sýna umfang tjóns.

Hægt er að lesa sér til um lög um Bjargráðasjóð og reglugerðir fyrir Bjargráðasjóð.