Fara á efnissvæði

Bjargráðasjóður

Bjargráðasjóður er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. NTÍ annast umsýslu Bjargráðasjóðs skv. samningi við Matvælaráðuneytið frá og með 3. mars 2022. 

Netfangs sjóðsins: bjargradasjodur@bjargradasjodur.is 

Stjórn sjóðsins:

  • Sigurður Eyþórsson, formaður 
  • Jóhannes Sigfússon
  • Guðrún Eik Skúladóttir 

Hlutverk sjóðsins

Samkvæmt 8. gr. laga nr. 49/2009 um Bjargráðasjóð, er það hlutverk hans að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara. Bjargráðasjóður fjallar einkum um umsóknir um styrki vegna beinna tjóna á girðingum, túnum og heyi. Beint tjón á túnum getur t.d. stafað af óvenjulegum kulda, þurrka, óþurrka og kals.

  • Ekki eru veittir styrkir vegna tjóna sem njóta almennrar tryggingaverndar eða hægt er að fá bætt með öðrum hætti, sbr. ákvæði laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
  • Tjón sem valdið er af ásetningi eða gáleysi njóta ekki styrkja úr Bjargráðasjóði.
  • Styrkir úr Bjargráðasjóða ná ekki til tjóna sem verða á stærri mannvirkjum, svo sem orku- og hafnarmannvirkjum, sjóvarnargörðum, fiskeldismannvirkjum og skipasmíðastöðvum.

Styrkumsóknir

Bjargráðasjóður
Almennar reglur um meðferð styrkumsókna

1. gr. Forsendur styrkveitingar
Samkvæmt 3. gr. laga nr. 49/2009 um Bjargráðasjóð, tekur stjórn sjóðsins afstöðu til styrkumsókna
sem berast. Styrkveitingar koma aðeins til greina ef umsókn uppfyllir skilyrði 8. gr. sömu laga.

2. gr. Umsókn
Styrkumsóknir skulu berast skriflega á netfangið bjargradasjodur@bjargradasjodur.is.
Umsækjandi sem ekki getur sent tölvupóst getur sent umsókn sína skriflega til NTÍ að Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi. Í umsókninni skal eftirfarandi koma fram að lágmarki:

a. Nafn, kennitala, símanúmer, netfang og bankareikningur umsækjanda.
b. Staðsetning tjóns, heimilisfang og landnúmer.
c. Orsök tjóns og dagsetning atburðar.
d. Greinargóð lýsing á skemmdum. Ef tjón verður á girðingum, þarf að koma fram tegund
og samsetning girðingar (gaddavír / net / rafmagn / tréstaurar / stálstaurar), aldur,
ástand fyrir atburð, lengd á skemmdu svæði og fjöldi brotinna staura.
Ef tjón eða uppskerubrestur verður á heyi vegna kulda, þurrka, óþurrka eða kals, þarf
að leggja fram upplýsingar um heyforða úr haustbók (forðagæsluskýrslum) síðustu
þriggja ára á undan.
e. Ljósmyndir, loftmyndir með skýringum, eða önnur gögn sem sýna umfang tjóns.

3. gr. Yfirferð gagna
Umsýsluaðili fer yfir innsend gögn og metur hvort þau séu fullnægjandi. Leggi umsækjandi ekki fram
fullnægjandi gögn til að hægt sé að taka afstöðu til umsóknarinnar, kallar umsýsluaðili eftir þeim og
veitir hæfilegan frest til viðbragða af hálfu umsækjanda. Verði umsækjandi ekki við þeirri beiðni er
upplýst um lokafrest til innsendingar gagna og málinu lokað af hálfu umsýsluaðila að þeim tíma liðnum,
hafi upplýsingar ekki borist.

4. gr. Mat á tjóni
Telji umsýsluaðili þörf á, er aflað mats á umfangi tjóns frá sérfróðum aðila, t.d. frá búnaðarsambandi,
ráðunauti eða öðrum sérfróðum aðila. Við mat á tjóni, skal miðað við að hið skemmda verði eins, eða
því sem næst eins og það var fyrir tjónsatburð. Þannig skal taka mið af ástandi og raunverulegu
verðmæti þess skemmda, þegar tjónið varð. Ef um er að ræða tjón vegna uppskerubrests, skal taka
mið af meðal uppskeru, a.m.k. síðustu þriggja ára. Ekki er gerður munur á eigin vinnuframlagi
umsækjanda og aðkeyptu vinnuframlagi.

5. gr. Ákvörðun um styrkveitingu
Ef umsókn er samþykkt að hluta eða öllu leyti, er umsækjandi upplýstur um þau skilyrði sem stjórn
setur við veitingu styrksins. Uppgjör fer fram þegar skilyrði fyrir styrkveitingu hafa verið uppfyllt.
Umsækjandi ber ávallt sjálfur kostnað sem nemur kr. 500.000,- í hverju tjóni.
Ákvörðun stjórnar er endanleg á stjórnsýslustigi og um afturköllun og endurupptöku ákvörðunar fer
samkvæmt stjórnsýslulögum.

Reglur þessar eru endurskoðaðar af stjórn Bjargráðasjóðs með hliðsjón af fjárhagsstöðu sjóðsins hverju sinni

Ferli umsókna

Þegar umsókn berst er lagt mat á umsóknina og stjórn sjóðsins tekur afstöðu til hennar og heildarumfangs atburðarins.

 

Ársreikningar

Undirritaðir ársreikningar Bjargráðasjóðs.