Fara á efnissvæði

Bjargráðasjóður

Bjargráðasjóður er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. NTÍ annast umsýslu Bjargráðasjóðs skv. samningi við Matvælaráðuneytið frá og með 3. mars 2022. 

Netfangs sjóðsins: bjargradasjodur@bjargradasjodur.is 

Stjórn sjóðsins:

 

Hlutverk sjóðsins

Samkvæmt 8. gr. laga nr. 49/2009 um Bjargráðasjóð, er það hlutverk hans að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara. Bjargráðasjóður fjallar einkum um umsóknir um styrki vegna beinna tjóna á girðingum, túnum og heyi. Beint tjón á túnum getur t.d. stafað af óvenjulegum kulda, þurrka, óþurrka og kals.

  • Ekki eru veittir styrkir vegna tjóna sem njóta almennrar tryggingaverndar eða hægt er að fá bætt með öðrum hætti, sbr. ákvæði laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
  • Tjón sem valdið er af ásetningi eða gáleysi njóta ekki styrkja úr Bjargráðasjóði.
  • Styrkir úr Bjargráðasjóða ná ekki til tjóna sem verða á stærri mannvirkjum, svo sem orku- og hafnarmannvirkjum, sjóvarnargörðum, fiskeldismannvirkjum og skipasmíðastöðvum.

Umsóknir

Umsóknir til sjóðsins skulu sendar á bjargradasjodur@bjargradasjodur.is eða á skrifstofu NTÍ:
Náttúruhamfaratrygging Íslands, b.t. Bjargráðasjóðs, Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi

Í umsókn þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:

  • Nafn og kennitala eiganda
  • Greinargóð lýsing á tjóninu og atvikinu
  • Upplýsingar um tjónsstað
  • Upplýsingar um umfang tjóns
  • Netfang eiganda ásamt upplýsingum um bankareikning
  • Ljósmyndir af vettvangi sem sýna tjón

Ferli umsókna

Þegar umsókn berst er lagt mat á umsóknina og stjórn sjóðsins tekur afstöðu til hennar og heildarumfangs atburðarins.

Styrkveitingar eru háðar fjárhagsstöðu sjóðsins á hverjum tíma og byggir stjórn ákvörðun sína á stöðu hans.