Fimmtudagur 29. apríl, 2021
Ársfundur NTÍ
Ársfundur NTÍ verður haldinn með rafrænum hætti að þessu sinni. Útsending af fundinum frá kl. 12.00 til 13.00 og er öllum opin. Á fundinum verður fjallað um leiðir til að draga úr tjóni á innviðum í eldgosum í nálægð við þéttbýli með vörnum sem til stendur að prófa við eldgosið í Geldingadölum. Einnig verður fjallað um aðferðir NTÍ til að takmarka áhættu NTÍ í einstökum tjónsatburðum, m.a. með endurtryggingum á erlendum markaði. Útsending af fundinum verður á www.nti.is/arsfundur