Fara á efnissvæði

Jarðskjálftinn við Krýsuvík 20. október

Ekkert teljandi tjón varð vegna jarðskjálftans við Krýsuvík 20. október 2020.

NTÍ er í samstarfi við Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði við Háskóla Íslands um hröðunarmælingar á öllu landinu í tengslum við jarðskjálfta. Hröðunarmælar gefa mikilvægar upplýsingar um hversu miklu álagi húseignir verða fyrir í jarðskjálftum. Niðurstöður hröðunarmælinga á jarðskjálftanum við Krýsuvík þann 20. október 2020 gefa til kynna að ekki sé ástæða til að ætla að teljandi tjón hafi orðið á húseignum vegna hans. Tilkynningar sem borist hafa NTÍ vegna tjóns af völdum jarðskjálftans bera einnig með sér að um óverulegt tjón á húseignum og lausafé sé að ræða.