Fara á efnissvæði

Jóhann Árni Helgason tekur við stöðu sviðsstjóra þjónustusviðs NTÍ

Jóhann Árni Helgason hefur verið ráðinn í starf sviðsstjóra þjónustusviðs NTÍ. Hann tekur við starfinu af Tinnu Hallbergsdóttur sem hefur starfað hjá NTÍ frá árinu 2008, en hún hefur verið ráðin sem gæða- og öryggisstjóri hjá Taktikal sem sérhæfa sig í rafrænum undirskriftum og traustþjónustum. Þjónustusvið ber ábyrgð á þjónustveri, upplýsingatækni og gæðastjórnun innan NTÍ.

Jóhann er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og er einnig vottaður verkefnastjóri. Hann hefur auk þess lokið námi í kerfisfræði frá TVÍ. Jóhann starfaði síðast hjá Þekkingu í rúm sex ár þar sem hann gegndi fyrsta árið stöðu þjónustustjóra ásamt því að vera staðgengill rekstrarstjóra en tók síðar við stöðu sviðsstjóra þjónustusviðs. Framundan eru nokkuð miklar breytingar á upplýsingakerfum stofnunarinnar í takt við kröfur um stafræna þróun og aukna sjálfvirkni í kerfum. Jóhann er boðinn innilega velkominn til starfa hjá NTÍ og Tinnu eru þökkuð frábær störf í þágu stofnunarinnar.