Fara á efnissvæði

Fundur Almannavarna i Grindavík 2. júní 2022

NTÍ tók þátt í fundi Almannavarna í Grindavík sem haldinn var 2. júní 2022 vegna óróatímabils á Reykjanesskaga.
Á fundinum var farið yfir sviðsmyndir og langtímasýn Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, kynningu á niðurstöðum starfshópsins "Varnir mikilvægra innviða" , sem myndaður var í kringum eldgosið í Geldingadölum í fyrra, auk þess sem fulltrúi frá HS Orku fór yfir helstu aðgerðir sem fyrirtækið hefur farið í til að bæta viðbrögð sín ef til náttúruhamfara kemur.
Alls mættu um 40 manns til fundarins, en fundurinn var lokaður fundur, ætlaður fulltrúum sveitarfélaga og þeirra fyrirtækja og stofnana sem tengjast mikilvægum innviðum á svæðinu.