Fara á efnissvæði

Tilkynna þarf tjón sem fyrst

Mikilvægt er að þeir sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum náttúruhamfaranna á Seyðisfirði tilkynni um það eins fljótt og kostur er í gegnum heimasíðu Náttúruhamfaratryggingar Íslands á nti.is.

Húseignir og brunatryggt innbú sem orðið hefur fyrir aurskriðum á Seyðisfirði á síðustu dögum er skylduvátryggt hjá stofnuninni.

Fulltrúar NTÍ vinna nú að skipulagi tjónamats og því mikilvægt að allar tilkynningar berist sem fyrst.

Einnig má tilkynna tjón og fá nánari upplýsingar um meðferð tjónamála í síma 575-3300.