Miðvikudagur 23. desember, 2020
Starfsmenn NTÍ fóru austur á Seyðisfjörð í gær, 22. desember til að veita upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig staðið verður að úrvinnslu tjóna eftir aurskriðurnar sem fallið hafa á Seyðisfirði síðustu daga.
Stuttar leiðbeiningar hafa verið teknar saman til tjónþola, þar sem upplýst er um á hvaða forsendum vátryggingarnar eru byggðar, hvernig skuli standa að tilkynningum og við hverju megi búast eftir að tilkynning hefur verið send inn.
Þar sem Seyðisfjörður er fjölþjóðlegt samfélag eru leiðbeiningarnar aðgengilegar á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku.
Bæklingarnir eru aðgengilegir hér: