Fara á efnissvæði

Útboð á nýrri Tjónaskrá fyrir NTÍ

Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hefur á undanförnum misserum verið í undirbúningsvinnu við að finna nýja lausn til að leysa núverandi tjónaskrá af hólmi. Tæknilausnin sem sér um vinnslu tjónamála í dag er kölluð Tjónaskrá NTÍ. Tjónaskráin er hjartað í starfsemi NTÍ og gerir stofnuninni kleift að halda utan um allar tjónstilkynningar til NTÍ og uppfylla lagalegar kröfur sem gerðar eru til stofnunarinnar. Núverandi kerfi er barn síns tíma sem ekki er raunhæft að þróa frekar og þörf á nýrri lausn er orðin aðkallandi. NTÍ er því að bjóða út verkefnið og var það auglýst þann 31 október 2022, frestur til að skila inn tilboði er til 1. desember 2022. Nánari upplýsingar er að finna á útboðsvef Ríkiskaupa.

https://utbodsvefur.is/tjonaskra-nti/