Þegar tjón hefur orðið á vátryggðum eignum
Frestur til að tilkynna tjón er eitt ár. Dráttur á tilkynningu um tjón getur leitt til þess að vátryggður glati rétti sínum til tjónabóta*.
Mikilvægt er að bíða með viðgerðir og varðveita skemmda muni þar til NTÍ hefur fengið tækifæri til að leggja mat á tjónið. Eigandi ber þó ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að hindra eða takmarka frekara tjón að því marki sem teljast má sanngjarnt og réttlætanlegt.* Í slíkum tilfellum er mikilvægt að taka ljósmyndir og hafa samráð við NTÍ ef kostur er.
Tjónstilkynning er fyllt út hér.
Þjónustuver NTÍ gefur frekari leiðbeiningar og aðstoð við skráningu tjónstilkynningar í síma 575-3300.
*Sjá 28. gr. og 51. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingasamninga.