Fara á efnissvæði

Um kærumál fer skv. 19. gr. laga nr. 55/1992 um Náttúruhamfaratryggingu Íslands

Tjónþoli getur kært ákvörðun stofnunarinnar til úrskurðarnefndar náttúruhamfaratryggingar innan 30 daga frá því að honum barst ákvörðunin. Úrskurðarnefnd náttúruhamfaratryggingar er æðra stjórnvald, skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra og er algjörlega óháð NTÍ.
Úrskurðarnefndin er skipuð fjórum aðilum. Formaður er skipaður samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar með sérþekkingu á sviði vátryggingaréttar. Annar nefndarmaður eftir tilnefningu verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands með sérþekkingu á sviði mannvirkja. Hinir tveir nefndarmenn eru skipaður án tilnefningar, með sérþekkingu á sviði vátryggingaréttar, mannvirkja eða tjónamats.
Nefndinni er heimilt að leita aðstoðar sérfræðinga ef ástæða þykir til. Nánari upplýsingar um póstfang og nefndarmenn er að finna á vef Stjórnarráðsins.