Fara á efnissvæði
+

Mannauður

Skipulag á starfsemi NTÍ byggir á sveigjanleika. Umfang starfseminnar er mjög mismunandi frá ári til árs þar sem tjónsatburðir ráða miklu um það hversu mikinn mannafla þarf hverju sinni. Að jafnaði starfa 4-5 starfsmenn í fullu starfi hjá stofnuninni, en þegar atburðir eiga sér stað er verkefnum ýmist úthýst eða fólk ráðið til tímabundinna starfa.

Skipurit NTÍ

+

Stjórn NTÍ

Stjórn NTÍ er skipuð fimm einstaklingum. Þrír eru kosnir af Alþingi. Vátryggingafélög sem innheimta iðgjöld (SFF) velja einn stjórnarmann og fjármála- og efnahagsráðherra skipar formann. Stjórnarmenn eru skipaðir til fjögurra ára í senn. Nánari upplýsingar um stjórnarmenn má finna í stjórnarháttayfirlýsingu.

+ +

Endurskoðunarnefnd NTÍ

Endurskoðunarnefnd NTÍ er skipuð þremur nefndarmönnum sem kosnir eru af stjórn NTÍ. Hlutverk nefndarinnar er að hafa eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila, áhættustýringu og virkni innra eftirlits. Hún skal tryggja gæði ársreikninga og annarra fjárhagsupplýsinga stofnunarinnar og óhæði endurskoðenda þess. Nánari upplýsingar um nefndarmenn má finna í stjórnarháttayfirlýsingu.

Sjá nánar

Störf í boði

NTÍ er opinber stofnun og auglýsir því laus störf sem fyrirhugað er að ráða í til lengri tíma en eins árs. 

Sviðsstjóri þjónustusviðs

Við leitum að fjölhæfum og úrræðagóðum sviðsstjóra þjónustusviðs sem býr yfir færni til að leggja mat á mikilvægi verkefna og forgangsraða í samræmi við það. Við leggjum mikla áherslu á liðsheild og vinnum saman sem teymi. Við fögnum fjölbreytileika og temjum okkur opin tjáskipti þar sem allar skoðanir eiga rétt á sér. Við kunnum að meta frumkvæði og umbótahugsun, því við erum sífellt að leita að betri og skilvirkari leiðum til að sinna hlutverki okkar. Við erum glaðlynd og jákvæð gagnvart áskorunum í starfinu og leggjum áherslu á að finna einstakling sem passar vel inn í okkar vinnustaðamenningu. 

Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2022

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225.

Sækja má um starfið hér.