Fara á efnissvæði

Húseignir, innbú og lausafé

Allar húseignir á Íslandi eru vátryggðar hjá NTÍ. Ef innbúið þitt eða lausafé er brunatryggt hjá Sjóvá, TM, Verði eða VÍS, er það vátryggt gegn náttúruhamförum hjá NTÍ.

Það er nauðsynlegt að brunatryggja innbú og lausafé til að það fáist bætt hjá NTÍ.

 

Vátryggingafélögin sjá um innheimtu iðgjalda fyrir NTÍ sem eru 0,025% af vátryggingarfjárhæð, bæði vegna húseigna og innbús eða lausafjár.

Vátryggingafjárhæð fyrir húseignir, innbú og lausafé er hámark vátryggingaverndar hjá NTÍ og er sú sama og brunatryggingarfjárhæð á hverjum tíma.

Eigin áhætta er 2% af hverju tjóni, en þó aldrei lægri en 200.000 kr. vegna innbús og lausafjár og 400.000 kr. vegna húseignar.