Viðurlög við vísvitandi rangri upplýsingagjöf
Vátryggingasvik eru lögbrot sem falla undir fjársvik og eru refsiverð í íslenskum hegningarlögum. Það telst sem vátryggingasvik ef vátryggður veitir af ásetningi rangar eða ófullnægjandi upplýsingar sem hann veit eða má vita að leiða til þess að hann fær greiddar bætur sem hann á ekki rétt til.
Í slíkum tilfellum fellur niður allur réttur viðkomandi vegna hins tiltekna vátryggingaratburðar, samkvæmt lögum um vátryggingarsamninga nr. 30/2004.
Tilkynna um vátryggingasvik
Hafir þú upplýsingar eða grun um vátryggingasvik getur þú fyllt út formið hér að neðan.
Ef endurskoðunarnefnd er valinn móttakandi fá starfsmenn eða framkvæmdastjóri ekki vitneskju um að ábending hafi verið send endurskoðunarnefnd.
*NTÍ getur ekki ábyrgst nafnleynd við meðferð málsins.