Veitur, hafnir og brýr
Skylt er að vátryggja eftirtalin mannvirki gegn náttúruhamförum þó þau séu ekki brunatryggð:
- Hitaveitur, vatnsveitur og skolpveitur í eigu sveitarfélaga eða ríkissjóðs.
- Hafnarmannvirki í eigu sveitarfélaga eða ríkissjóðs.
- Brýr sem eru 50 m eða lengri.
- Raforkuvirki, þar á meðal dreifikerfi, stíflur og veitumannvirki, í eigu hins opinbera.
- Síma- og fjarskiptamannvirki í eigu hins opinbera.
- Skíðalyftur.
Eigendum er skylt að upplýsa NTÍ um vátryggingarfjárhæðir nýrra mannvirkja og breytinga á eldri mannvirkjum fyrir 1. mars ár hvert, að öðrum kosti uppfærir NTÍ vátryggingafjárhæðir frá fyrra ári í samræmi við byggingavísitölu.
Ef ekki hefur verið upplýst um ný mannvirki eða viðbætur telst það ekki vátryggt hjá NTÍ. Þegar uppbygging á sér stað í sveitarfélögum t.d. á veitukerfum, er mikilvægt að senda upplýsingar reglulega inn til NTÍ til að tryggja að viðkomandi framkvæmdir falli undir vátryggingarvernd NTÍ ef til tjóns kemur.
Nánari upplýsingar um mat á vátryggingarfjárhæð má finna í reglugerð um NTÍ.
Iðgjald er 0,02% af vátryggingarfjárhæð. Eigin áhætta er 2% af hverju tjóni, en lágmarks eigin áhætta vegna mannvirkja er 1.000.000 kr.
Eigendur hafa aðgang að sundurliðuðu endurstofnverði á “mínum síðum” og eru beðnir um að tilkynna breytingar og viðbætur á því formi.